Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson
© BIG (VB MYND/BIG)
Jón Ásgeir Jóhannesson kaupsýslumaður hefur stefnt Birni Bjarnasyni, fyrrverandi dómsmálaráðherra, vegna skrifa Björns sem fram koma í bók hans um Baugsmálið, Rosabaugur yfir Íslandi. Í bókinni segir að Jón Ásgeir hafi verið sakfelldur fyrir fjárdrátt í Baugsmálinu en hið rétta er að Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot. Björn hefur þegar beðist afsökunar á skrifunum og játað að þau hafi verið röng. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina ákvað Jón Ásgeir að stefna Birni og afhenti Gestur Jónsson lögmaður honum stefnuna í gær, skv. upplýsingum sem Björn birti á vefsíðu sinni í gær.