JP Morgan hefur nú verið kennt um fall Lehman Brothers sem varð gjaldþrota fyrir þremur vikum.

Fall Lehman markaði að einhverju leyti upphaf þeirrar alþjóðlegu fjármálakreppu sem einkennt hefur markaði síðustu vikur.

Lánadrottnar fullyrða að JP Morgan hafi fryst sem svarar 17 milljarða bandaríkjadala í eigu Lehman  föstudeginum fyrir gjaldþrot Lehman. Þetta hafi haft þau áhrif á Lehman sem leiddi til þess lausafjárskorts sem varð bankanum að aldurtila.

Breska blaðið Guardian greindi frá þessu. Í frétt þeirra kemur einnig fram að JP Morgan vilji ekki tjá sig um málið nú.