Kannabisframleiðandinn Golden Leaf Holdings hefur lýst því yfir að hann ætli að skrá sig á markað í New York innan mánaðar og í annað hvort London eða Þýskalandi á næsta ári.

Fyrirtækið hyggst nýta sér þá viðhorfsbreytingu sem hefur orðið gagnvart Kannabis á síðustu árum, en framleiðslan og neyslan hefur í auknu mæli færst úr undirheimunum og upp á yfirborðið, m.a. í kjölfar afglæpavæðingar efnisins í nokkrum af ríkjum Bandaríkjanna. Alaska, Colarado, Oregon og Washington ríki hafa öll afglæpavætt neyslu á Kannabis framleiðslu og neyslu fyrir fullorðna. Í kjölfar afglæpavæðingar hefur fjölbreyttur markaður fyrir Kannabis tengdar vörur sprottið upp, m.a. matvöru og olíur.

Golden Leaf framleiðir aðallega Kannabis olíur en það er með heimilisfesti í Kanada þar sem kannabis er heimilt til læknisfræðilegra nota. Tekjur félagsins voru rúmlega 3 milljón dala, tæpar 400 milljónir, á þriðja ársfjórðungi, en það er níföldun frá sama ársfjórðungi árið áður.