Því er haldið fram í erlendum fjölmiðlum að búið sé að ganga frá sölu Kaupþings í Lúxemborg til hóps arabískra fjárfesta.

Fjármálaráðherrann í Lúxemborg hefur ritað undir viljayfirlýsingu um söluna.

Salan getur þó ekki gengið í gegn nema með samþykki belgískra stjórnvalda og lánardrottna.

Kaupþing í Lúxemborg fór í greiðslustöðvun í kjölfar bankakreppunnar hér á landi.