Kaupmannahafnarlögeglan hefur hrundið af stað átaki gegn betli í borginni sem mun standa sumarlangt. Átakið er gert til að framfylgja banni við betli og banni fyrir heimilislausa að sofa utandyra. Þessu greinir Vísir frá.

Eins og VB.is greindi frá nýlega hafa Norðmenn einnig viljað banna betl.

Lögreglan í Kaupmannahöfn mun reka burtu fólk sem sefur í almenningsgörðum og betlar á götunum, en átakið mun beinast sérstaklega að erlendum ríkisborgurum. Lögreglan veitir vanalega ESB-borgurum viðvörun eða sekt á meðan öðrum getur verið vísað beint úr landi.

Trine Bramsen, þingmaður danska Jafnarmannaflokksins, segir að ríkisstjórnin vilji ekki koma af stað orðrómi um að Danmörk sé „frítt hótel með fríum mat“. Þess vegna halda þeir fast við bannið við betli og að gista í bakgörðum fólks.

Dönsk yfirvöld áætla að fjöldi heimilislausra í Kaupmannahöfn, sem ekki eru danskir ríkisborgarar, nemi um fimm hundruð.