Í liðnum mánuði var fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Akureyri, Árborgarsvæðinu, Akranesi og Reykjanesi alls 122 talsins og heildarveltan 2.295 milljónir króna. Meðalupphæð samninga var lægst á Árborgarsvæðinu, eða 16,9 milljónir króna, en hæst á Akureyri, 21,5 milljónir króna. Þetta kemur fram hjá Fasteignamati Ríkisins.

Flestir samningar um eignir í fjölbýli

Þinglýstir kaupsamningar voru 31 talsins á Akureyri. Þar af voru 16 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um eignir í sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir.  Heildarveltan var 665 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,5 milljónir króna.

Á sama tíma var 27 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um eignir í sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir.  Heildarveltan var 457 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 15 kaupsamningum þinglýst á Akranesi. Þar af voru 11 samningar um eignir í fjölbýli og 4 samningar um eignir í sérbýli .  Heildarveltan var 265 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 49 kaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ. Þar af voru 26 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um eignir í sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir.  Heildarveltan var 908 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,5 milljónir króna.