KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 1. mars. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta um 0,50 prósentustig.

Vextir óverðtryggðra útlána hækka á bilinu 0,10 til 0,30 prósentustig. Þannig hækka yfirdráttavextir um 0,10% en kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa hækka um 0,30%, eða úr 10,65% í 10,95%.

Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 0,30 prósentustig, þó mismunandi eftir innlánsformum. Þannig hækka vextir Kostabókar og Markaðsreiknings um 0,25 til 0,30 prósentustig og verða þeir á bilinu 4,50% til 7,30%.

Einnig hefur bankinn ákveðið að lækka fasta verðtryggða vextir á sumarhúsalánum og verða þeir vextir á bilinu 6,0% til 6,50% eftir veðsetningarhlutfalli.