Seðlabanki Kína hefur lagt umsvifamestu bönkum landsins til aukið fjármagn í tilefni næstu áramóta þar, sem verður fagnað síðar í mánuðinum.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir ekki hversu mikið fjármagn seðlabankinn leggur bönkunum til. BBC bendir engu að síður á að á í gærmorgun hafi seðlabankinn lagt bönkum til 255 milljarða júana, jafnvirði nærri 4.900 milljarða íslenskra króna. Markmiðið sé þó að tryggja fjármálalegan stöðugleika á mörkuðum fyrir hátíðina en eftirspurn eftir lánsfjármagni eykst mikið í aðdraganda hennar.