Í dag var skrifað undir nýjan kjarasamning milli VR/ LÍV og FÍS (Félags íslenskra stórkaupmanna) með fyrirvara um samþykki beggja samningsaðila. Þetta kemur fram á vef VR.

Samningurinn er sambærilegur og með sama gildistíma og kjarasamningur VR/LÍV og Samtaka atvinnulífsins nema að sérstök launaþróunartrygging er fyrir það starfsfólk sem var í starfi hjá sama atvinnurekanda þann 1. október 2006.   Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna VR/LÍV og stjórn FÍS.  Verði hann samþykktur í þeirri atkvæðagreiðslu tekur hann gildi frá 1. febrúar 2008.

Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn hjá VR en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær niðurstöður munu liggja fyrir.