Það hafa margir selt vörur í Kolaportinu frá upphafi en Árni Elvar Eyjólfsson byrjaði að selja fisk árið 1994. Árni Elvar var 17 ára þegar hann byrjaði að selja fisk frá Grundarfirði. Hann hafði unnið í fiski frá 10-11 ára aldri hjá ömmu sinni og afa. Á þessum tíma var hann byrjaður í Verslunarskólanum og þurfti að sjá fyrir sér. Átján árum síðar selur hann fisk í fjórum básum og rekur samhliða verslunina Fiska.is.

Um 60% af vöruúrvalinu í básnum hans Árna eru innfluttar vörur frá Asíu. Það eru þá ýmist þurrvörur, fiskar og frosið grænmeti. Hin 40% eru harðfiskur, hákarl, ýsa og þorskur.

Kolaportið vinnustaðaheimsokn
Kolaportið vinnustaðaheimsokn
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Dagurinn hófst snemma hjá þeim Árna Eyjólfssyni og Sigurði Þorsteinssyni en þegar blaðamann bar að garði voru þeir að hlaða kössum úr sendibíl á bretti. Félagarnir þurftu að berjast á móti á vindi þegar þeir trilluðu brettunum inn í Kolaportið þar sem dagurinn var rétt að byrja.

Kolaportið vinnustaðaheimsokn
Kolaportið vinnustaðaheimsokn
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Kolaportið opnar klukkan 11 og þá mæta fleiri starfsmenn til að standa vaktina. Árni segir að það séu fimm starfsmenn sem afgreiða allan daginn. Það er ekki mikið um pásur enda sjaldnast tími í slíkt. 14:00 Á milli tvö og fjögur er mest að gera hjá Árna og félögum. Árni segir mikið vera um fastakúnna sem koma reglulega og versla í Kolaportinu.

Kolaportið vinnustaðaheimsokn
Kolaportið vinnustaðaheimsokn
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Á milli tvö og fjögur er mest að gera hjá Árna og félögum. Árni segir mikið vera um fastakúnna sem koma reglulega og versla í Kolaportinu.

Kolaportið vinnustaðaheimsokn
Kolaportið vinnustaðaheimsokn
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Klukkan fimm er kominn tími til að breiða yfir vörurnar og pakka saman. Viðskiptavinir í Kolaportinu eru oftast til hálfsex að tínast út segir Árni. Nú bíða vörurnar eftir næstu helgi í Kolaportinu

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.