„Gangverk okkar er þannig hluti af stærri heild og breytist ekki verulega hverjir svo sem starfa í Fjármálaeftirlitinu á hverjum tíma og hver svo sem situr í stóli forstjóra,“ segir Unnur Gunnarsdóttir settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME).

Unnur, yfirlögfræðingur FME, hefur tímabundið tekið við forstjórastarfi stofnunarinnar. Hún tekur við af Gunnari Þ. Andersen en eins og flestum er kunnugt var Gunnari sagt upp störfum 1. mars síðastliðinn. Unnur er gift Óskari Einarssyni vélaverkfræðingi og eiga þau saman tvær dætur, þær Ingu Þórey og Helgu Guðrúnu.

Unnur segist hafa gert sér grein fyrir því í aðdraganda uppsagnar Gunnars að hún kynni að standa frammi fyrir því að taka að sér starf forstjóra fyrirvaralaust og við erfiðar innri aðstæður í Fjármálaeftirlitinu. Hún hafi nú tekið þeirri áskorun og horfi fram á veginn. Eftir langan starfsferil tengdan bankaeftirliti segist Unnur að vissu leyti vera komin „heim“ í Fjármálaeftirlitið.

Nánar er fjallað um nýjan forstjóra FME í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Unnur Gunnarsdóttir
Unnur Gunnarsdóttir
Unnur Gunnarsdóttir, sem settist í forstjórastól Fjármálaeftirlitsins, eftir að Gunnar Þ. Andersen var rekinn.