Engilbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), hefur skrifað undir samkomulag við stjórnvöld í Eþíópíu um jarðhitarannsóknir og þekkingaruppbyggingu fyrir þróun jarðhitamála. Framkvæmdaaðilar af hálfu eþíópískra stjórnvalda eru Jarðhitastofnun Eþíópíu (GSE) og Landsvirkjun (EEPO) og framkvæmdastjórar stofnananna undirrituðu samkomulagið. Samstarfið er hluti af verkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Norræna þróunarsjóðsins (NDF), og jafnframt hluti af samstarfi íslenskra stjórnvalda og Alþjóðabankans um þróun jarðhita í Afríku.

Fram kemur í tilkynningu að verkefnið í Eþíópíu er annað verkefnið sem ÞSSÍ og NDF semja um í jarðhitaverkefninu sem hófst á síðasta ári og nær til þrettán Afríkuríkja í sigdalnum mikla í austanverðri álfunni. Verkefni er þegar hafið í Rúanda.

Þá segir að Eþíópía er talin búa yfir miklum jarðhita og geta nýtt allt af 5000 MW til raforkuframleiðslu.

Hér má skoða myndbönd um verkefnið í Eþíópíu