Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að kosning til stjórnlagaþings sé ógild. Segir í dómnum að ekki verði komist hjá því að ógilda framkvæmd kosningarinnar vegna annmarka. Kærur snéru að kosningaleynd, talningu atkvæða og hvort rétt hafi verið staðið að úthlutun sæta á þingið.

Sex Hæstaréttardómarar fjölluðu um kærur þeirra Óðins Sigþórssonar, Skafta Harðarsonar og Þorgríms S. Þorgrímssonar. Dómararnir voru Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen, Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson.

Ákvörðun Hæstaréttar .