© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Hæstiréttur sýknaði í dag Kristján Arason, fyrrverandi handboltamann, af bótakröfum sem þrotabú Kaupþings gerði á hendur honum. Kristján var framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi fyrir bankahrun og var einn þeirra starfsmanna sem fengu lán hjá bankanum fyrir hlutabréf. Þekkt er að hann setti hlutabréfin síðan inn í eignarhaldsfélagið 7 hægri. Ítrustu kröfur Kaupþings voru að Kristján myndi greiða um 500 milljónir til baka.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að þáverandi forstjóri Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, hefði samþykkt að hlutabréf Kristjáns yrðu færð inn í eignarhaldsfélagið. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að Hreiðar Már hafi haft rétt til að skuldbinda Kaupþing með þeirri heimild sem hann veitti Kristjáni. Ekki var talið skipta máli að hlutafé 7 ehf. hafði ekki verið greitt í peningum við stofnun félagsins.