„Það hafa sennilega aldrei, eða sjaldan, komið upp jafnháar launakröfur,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið . Telur Þorsteinn kjarasamninga standa fasta á því að kröfur hópa séu langt út fyrir öll mörk sem samræmist einhverjum efnahagslegum stöðugleika.

Kröfurnar liggja á bilinu 20% hækkun fyrir eins árs samning og 50-70% hækkanir fyrir þriggja til fimm ára samninga. Aðildarfélagar Starfsgreinasambandsins munu kjósa í vikunni um verkfallsboðun og verði hún samþykkt mun verkfall hefjast þann 10. apríl.

„Tíminn vinnur ekki með okkur lengur og það þarf að komast gangur í þessar viðræður,“ segir Þorsteinn.