Veiking krónunnar frá því í gær gekk lítillega til baka í dag, eða um 0,27% í 30 milljarða viðskiptum, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Það bendir til þess að ofangreindar fréttir hafi nú verið meðteknar af gjaldeyrismarkaði án frekari eftirkasta.

Ef litið er til þess óróa sem skapaðist vegna útgáfu skýrslu matsfyrirtækisins Fitch, þá veiktist krónan hratt fyrstu tvo daga eftir útgáfu skýrslunnar en gekk síðan til að hluta til tilbaka næstu daga á eftir.