Sala bandaríska matvælafyrirtækisins McCormick & Co. var töluvert meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en búist var við samkvæmt ársuppgjöri fyrirtækisins. WSJ greinir frá því að verðhækkanir hafi hjálpað við að ýta undir auknar tekjur samhliða lækkandi kostnaði.

McCormick & Co., sem er staðsett í Hunt Valley í Maryland-ríki, hagnaðist um 166 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 139 milljónir dala á sama tíma í fyrra.

Sala fyrirtækisins nam 1,6 milljörðum dala, miðað við 1,57 milljarða dala fyrir ári síðan og var um 500 milljónum dala meiri en spár gerðu ráð fyrir.

Framlegð McCormick & Co. var einnig betri út af hagstæðari vörusamsetningu, hagræðingu og hærra matvælaverði. Fjárhagsáætlanir fyrirtækisins fyrir árið eru þó enn óbreyttar.