KSÍ segir ljóst að knattspyrnuæði hafi gripið þjóðina enda hafi það aldrei áður gerst að miðar hafi selst upp á þrjá heimaleiki A landsliðs karla en allir miðar seldust á leiki liðsins gegn Albaníu og Kýpur í undankeppni fyrir HM á næsta ári. Miðasala opnaði snemma í morgun fyrir umspilsleik landsliðsins gegn Króatíu 15. nóvember næstkomandi og seldust allir miðarnir upp á fáeinum klukkustundum.

KSÍ segir á vef sínum augljóst að færri komist á leikinn á Laugardalsvelli en vilja og hvetur fólk sem ekki náði að tryggja sér miða  til að sameinast fyrir framan sjónvarpsskjái landsins og horfa á beina útsendingu frá leiknum.