Stefnt er að því að 80 milljarða króna framkvæmdir við byggingu kísilvers við Húsavík hefjist í vetur eftir að þýska félagið PCC tilkynnti ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun þess hafi verið tryggð. Þetta kemur fram í frétt Vísis um málið.

PCC hefur tilkynnt að aðallánveitandi framkvæmdarinnar, þýski sparisjóðsbankinn KfW, hafi samþykkt lánveitinguna eftir að þýska ríkið féllst í síðustu viku á að veita bakábyrgð.

Félagið stefnir að endanlegri ákvörðun í desember en gert er ráð fyrir að framkvæmdin kalli á allt að 700 manns í vinnu við uppbyggingu þegar mest verður á næstu þremur árum.