Kröfuhafar þeirra íslensku banka sem hafa verið þjóðnýttir hafa velt upp þeirri hugmynd að falla frá kröfum sínum gegn því að eignast hlut í endurreistum bönkum.

Þetta hefur Dow Jones-fréttaveitan eftir Paul Biszko, sérfræðingi hjá RNC.

Samkvæmt Biszco þá eru sumir eigendur langtíma krafna á hendur íslensku bankanna að komast að þeirri niðurstöðu að best væri að fá minnihlutaeign í endurreistum bönkum í stað þess að standa frammi fyrir miklu tapi.

Biszco segir jafnframt að lánveiting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins geti leitt til þess að hægt sé að verja gengi krónunnar gagnvart evru á bilinu 250 – 350.

Hinsvegar segir hann lánið ekki svara grundvallarspurningum um hvað verði um skuldir hinna nýju ríkisbanka.