Þau Halldóra Íris Ingvarsdóttir og Stefán Þór Jónsson, starfs­menn Landsbankans, báru sigur úr býtum í árlegri keilukeppni SSF, Samtaka starfs­manna fjármálafyrir­tækja, sem fór fram fyrir stuttu.

Hæsti leikur hjá Halldóru var 192 stig en 224 stig hjá Stefáni. Einnig var keppt í fjögurra manna liða­keppni þar sem Tröll­in úr Landsbankanum sigruðu í kvennaflokki en Feykjurnar frá Reiknistofu bank­anna lentu í 2. sæti og Skellurnar frá Arion banka í 3. sæti. Í liðakeppni karla urðu Strákarnir og guttinn frá Arion banka efstir, lið Reiknistofu bankanna í öðru sæti og lið Valitor í þriðja sæti.

Að þessu sinni tóku 24 konur og 33 karlar þátt í mótinu og skiptust þau niður á 5 kvennalið og 8 karlalið.