Landsbankinn í Lúxemborg er kominn í greiðslustöðvun.

Þetta staðfestir talsmaður bankans í samtali við Viðskiptablaðið.

Fjármáleftirlitið í Lúxemborg hefur tekið við stjórn starfseminnar í Lúxemborg. Þess má geta að Fjármálaeftirlitið á Íslandi tók við stjórn Landsbankans síðastliðinn mánudag.

Hjá Landsbankanum í Lúxemborg starfa 140 manns.