Hluthafafundur Avion Group samþykkti í dag að mögulegt sé að breyta skuldabréfaláni frá kanadíska fjárfestingasjóðnum KingStreet vegna kaupa Eimskipafélags Íslands á Atlas Cold Strage í hlutafé.

?Hluti fjármögnunarinnar, eða 100 milljónir kanadískir dollarar (6,2 milljarðar króna), eru víkjandi lán frá KingStreet sem er einnig eigandi að Atlas Cold Storage Incom Trust,? segir greiningardeild Landsbankans.

Breytanlega skuldabréfið er til fimm ára og ber 15% fasta ársvexti. Hægt er að breyta því í hlutabréf á genginu 40. Gengi Eimskipafélagsins er  31,5 við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Samfara því hefur stjórninni verið heimilað að hækka hlutafé fyrirtækisins um allt að 200 milljónir króna að nafnverði.

?Við gerum ríflega 12,5% ávöxtunarkröfu til Hf. Eimskipafélags Íslands og teljum lánskjörin því í hærri kantinum. Lánveitandi gerir samkvæmt þessu hærri ávöxtunarkröfu til félagsins en hluthafar gætu talið ásættanlega. Til samanburðar er 12 mánaða C$-LIBOR 4,2%.

Ef við margföldum lokagengi dagsins í dag (31,5) með ávöxtunarkröfunni til fimm ára fáum við að vænt verð í lok lánstímans væri rúmlega 57 krónu. á hlut sem gefur yfir 22% ávöxtun á ári yfir tímabilið fyrir lánveitandann að teknu tilliti til vaxtagreiðslna og áætlaðs gengishagnaðs af hlutabréfum við breytingu á skuldabréfi. Lánskjör eru almennt hærri eftir því sem eiginfjárhlutfall félaga er lægra, enda eru slík lán talin áhættusamari. Eiginfjárhlutfall Hf. Eimskipafélags Íslands er nú 27%,? segir greiningardeildin.