Landsvirkjun undirritaði fyrr í dag samning um sölu á skuldabréfum til sjö ára að fjárhæð 63,2 milljónir, eða um 7,3 milljörðum króna. Skuldabréfin eru seld á 4,3% vöxtum sem greiðast einu sinni á ári en höfuðstóllinn greiðist í einu lagi í lok lánstímans. Umsjónaraðili er Arctica Finance hf, að því er segir í tilkynningu.

Samhliða þessari skuldabréfútgáfu hefur Landsvirkjun náð samkomulagi um fullnaðaruppgjör gjaldmiðlavarnarsamninga við skilanefnd Landsbankans að fjárhæð 3,2 milljónir dollara, um 370 milljóna króna.

Skuldabréfaútgáfan er liður í fjármögnun framkvæmda á NA-landi sem áætlað er að hefjist á næstu ári.