Breska hagkerfið óx um 0,9% í nóvember samkvæmt Þjóðahagstofu Bretlands. Þetta er 0,1% minna en gert var ráð fyrir.

Eitt helsta markmið fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, var að ná niður fjárlagahallanum fyrir næstu kosningar árið 2015. Það virðist ekki ætla að takast miðað við hversu hægt breska hagkerfið ætlar að vaxa.
Fjárlagahallinn var 8% á síðasta ári en greinendur telja að það verði ekki fyrr en árið 2017 sem fjárlagahallinn fari niður fyrir 3%.

Lántökur hins opinbera voru um 17,5 milljarðar punda sem er meira en greinendur spáðu. Þeirra spá gerði ráð fyrir að lántökurnar yrðu minni en 16,3 milljarðar punda sem er svipuð upphæð og var á sama ársfjórðungi í fyrra.

Einkaneysla jókst um 0,4% og má rekja þá aukningu til Ólympíuleikanna. Ef þeir yrðu teknir út úr jöfnunni má vel vera að rauneinkaneysla hafi ekki aukist.

Einhverjar jákvæðar fréttir bárust en meðal þeirra var að þjónustugeirinn í Bretlandi óx um 0,1% eftir að hafa dregist saman um 0,6% í september. Viðskiptahallinn minnkaði um 4,6 milljarða punda í 12,8 milljarða punda.

Greinendur sem og ríkisstjórn Bretlands eru uggandi yfir því hvort matsfyrirtækin lækki lánshæfiseinkunn Bretlands en sem stendur er hún sú besta sem völ er á.