Latibær tapaði rúmlega 1,9 milljónum dollara á síðasta ári, andvirði rúmlega 265 milljóna íslenskra króna. Tapið er þó töluvert minna en árið á undan þegar félagið tapaði 11,5 milljónum dollara eða sem nam 1,5 milljörðum íslenskra króna. Rekstrarhagnaður félagsins í fyrra nam 256.000 dollurum og batnaði því töluvert frá árinu áður þegar félagið skilaði 3,8 milljóna dollara rekstrartapi.

Árið 2014 var ákveðið að flytja stóran hluta af starfsemi LazyTown frá Íslandi til Bretlands. Dótturfélög Latabæjar, LazyTown Management ehf., LazyTown International B.V., 380°Studios ehf og LazyTown Production 2013 hættu starfsemi í lok árs 2014.