Tillaga að lausn á skuldavanda fólks sem fjármagnaði íbúðarkaup með hjálp lánsveða fyrir bankahrun er til umsagnar hjá þeim lífeyrissjóðum sem eiga aðild að Landssamtökum lífeyrissjóða, að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Verði mat sjóðanna þess efnis að tillagan sé innan heimilda og samþykkt og öll skilyrði gangi eftir mun ríkissjóður bera mestan kostnað af afskriftum, að sögn framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir jafnframt að niðurstaða við tillögunni muni liggja fyrir hjá lífeyrissjóðunum innan tveggja vikna.

„Það er hugmynd sem við erum að vinna eftir sem kom út úr samskiptum okkar við stjórnvöld. Hún er í ákveðnu ferli hjá lífeyrissjóðunum um það hvort það sé innan þeirra heimilda sem sjóðirnir telja sig geta samþykkt,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða í samtali við Morgunblaðið.