Hópur á vegum Samtaka fjármálafyrirtækja kynntu á fimmtudag í síðustu viku hugmyndir um afnám gjaldeyrishafta fyrir stjórnendum Seðlabankans, þingmönnum og fleirum.

Vinnuhópurinn leggur til að erlendar skuldir ýmissa aðila verði endurfjármagnaðar með útgáfu langra skuldabréfa í erlendri mynt sem aðeins aflandskrónueigendur gætu keypt. Lokað yrði á frekari kaup aflandskrónueigenda á skuldabréfum í krónum, en þar hafa þeir verið afar fyrirferðamiklir, einkum í styttri skuldabréfum útgefin af ríkinu.

Samkvæmt hugmyndum SFF yrðu aflandskrónur bundnar til lengri tíma hérlendis og ríkið, orkufyrirtæki, sveitarfélög og fjármálafyrirtæki gætu endurfjármagnað erlendar skuldir.

Hugmyndir SFF hafa enn sem komið er ekki verið kynntar opinberlega.

Nánar er fjallað um málið í úttekt í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.