*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 9. febrúar 2016 15:40

Leka upplýsingum um FBI-fulltrúa

Tölvuþrjótar hafa birt persónuupplýsingar um allt að 20 þúsund fulltrúa bandarísku alríkisþjónustunnar.

Ritstjórn

Nú hafa tölvuþrjótar brotist inn í tölvukerfi bandaríska varnarmálaráðuneytisins og stolið viðkvæmum persónuupplýsingum um allt að 20 þúsund starfsmenn bandarísku alríkisþjónustunnar FBI.

Þrjótarnir birtu upplýsingarnar á netinu í gær og gortuðu sig af því á Twitter. Meðal þess sem stolið var úr gagnagrunni ráðuneytisins voru nöfn, titlar og símanúmer starfsfólksins, auk netfanga.

Talsmaður ráðuneytisins sagði að ekki liti út fyrir að aðrar upplýsingar sem gætu jafnvel verið viðkvæmari hafi lekið - upplýsingar á borð við kennitölur starfsfólksins.

Markmið tölvuþrjótanna var að vekja athygli á sambandi bandarísku ríkisstjórnarinnar við Ísrael, sem þeir gagnrýna harðlega. Þá notuðu þeir myllumerkið #FreePalestine í tístum sínum - svo ljóst er að um er að ræða eins konar pólitískan gjörning.

Stikkorð: Bandaríkin FBI Bandaríkin
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is