Skattaparadísin Liechtenstein hefur látið undan alþjóðlegum þrýstingi til samstarfs um að hafa hendur í hári skattsvikara.

Þjóðhöfðingi landsins, prinsinn Alois, sagði að í framtíðinni myndi Liechtenstein sýna erlendum aðilum fullan samstrarfsvilja, innan þeirra marka sem ekki skaðar samband landsins við viðskitpavini sína.

Liechtenstein hefur verið eitt þriggja landa á „svörtum lista“ OECD hvað skattaeftirlit varðar.

Prinsinn af Liechtenstein ítrekaði þó að áfram myndi trúnaður við viðskiptavini þess vera mun meiri en almennt tíðkast í bankageiranum, hvað skatta varðar.

Þetta kemur fram í frétt Telehraph.