B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga stefna í þrot á árinu 2026, eða eftir 14 ár, verði ekkert að gert,“ segir Ari Skúlason hagfræðingur í grein á vef Landsbankans.

Ari segir að ef slík staða kæmi upp þyrfti ríkissjóður að greiða um 19 milljarða næstu 10 árin þar á eftir en greiðslurnar færu lækkandi eftir það. Þessi greiðsla ríkissjóðs vegna bakábyrgðar kæmi þá til viðbótar greiðslu lífeyrishækkana sem árlega myndu nema 11-12 milljörðum á þessu tímabili.

Í grein Ara kemur ennfremur fram að á ríkissjóði hvíli um 400 milljarða skuldbinding vegna lífeyrisréttinda og eins og staðan er í dag virðast engar sérstakar aðgerðir í gangi til að bregðast við þeim vanda.