Eins og búast mátti við hefur landslagið á auglýsingamarkaði breyst í kjölfar hrunsins en þó eru tvö fyrirtæki, sem bar á fyrir hrun, enn mjög áberandi. Þetta eru Icelandair og Húsasmiðjan sem bæði auglýsa grimmt og eru að sögn heimilda Viðskiptablaðsins stærstu auglýsendur landsins um þessar mundir.

Athygli vekur að lífeyrissjóðirnir fara með völdin í báðum þessum félögum og eru lífeyrissjóðirnir því stærstu auglýsendur landsins um þessar mundir.