Orkusjóður veitti í dag sautján styrki úr Orkusjóði til rannsóknar- og kynningarverkefna fyrir árið 2012. Steingrímur J. Sigfússon, iðnaðarráðherra og Mörður Árnason, formaður orkuráðs, afhentu styrkina í Orkuhúsinu í dag

Alls bárust 55 umsóknir um samtals 125,7 m.kr. og voru í þeim hópi ýmis áhugaverð og mikilsverð verkefni sem ekki var unnt að styrkja að þessu sinni

Í auglýsingu var nú líkt og undanfarin ár lögð áhersla á verkefni sem snertu hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað, innlenda orkugjafa, vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis. Miðað er við að styrkir úr Orkusjóði geti numið allt að helmingi kostnaðar við verkefnið sem styrkinn hlýtur eða þann hluta þess sem styrktur er

Orkusjóður veitti í dag sautján styrki úr Orkusjóði til rannsóknar- og kynningarverkefna fyrir árið 2012. Steingrímur J. Sigfússon, iðnaðarráðherra og Mörður Árnason, formaður orkuráðs, afhentu styrkina í Orkuhúsinu í dag.

Alls bárust 55 umsóknir um samtals 125,7 m.kr. og voru í þeim hópi ýmis áhugaverð og mikilsverð verkefni sem ekki var unnt að styrkja að þessu sinni.

Í auglýsingu var nú líkt og undanfarin ár lögð áhersla á verkefni sem snertu hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað, innlenda orkugjafa, vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis. Miðað er við að styrkir úr Orkusjóði geti numið allt að helmingi kostnaðar við verkefnið sem styrkinn hlýtur eða þann hluta þess sem styrktur er.

Eftirtalin verkefni hlutu rannsóknar- eða fræðslustyrk úr Orkusjóði 2012:

1. Lífgasvinnsla fyrir sjálfbær kúabú - 1,25 m.kr. Efla, verkfræðistofa - Jóhannes Rúnar Magnússon.

2. Asetínframleiðsla, fyrstu skref – 2,0 m.kr. Gefn ehf – Ásgeir Ívarsson.

3. Fóðring í borholum, áraunarhermun – 374 þ.kr. Gunnar Skúlason Kaldal.

4. Aukin notkun vélahitara - Millistykkið - 1,550 M.kr. Íslensk NýOrka ehf. - Jón Björn Skúlason.

5. Metangasvinnsla í Hraungerði - 2,3 M.kr. Jón Tryggvi Guðmundsson.

6. Nýting berghita – 600 þ.kr. Jón Svavar Þórðarson,

7. Sparakstur – 700 þ.kr. Karl Eskil Pálsson

8. Orkunotkun og orkusparnaður í búrekstri – 2,829 m.kr. Landbúnaðarháskóli Íslands - Jón Guðmundsson.

9. Orkumál og unga fólkið – 1 m.kr. Marta Guðrún Daníelsdóttir.

10. Þróun lítilla metanhreinsistöðva - 2,5 m.kr. Metanorka ehf. – Dofri Hermannsson.

11. Notkun á endurnýjanlegri orku á sjó (RENSEA) – 2,150 M.kr. Norðursigling ehf. - Árni Sigurbjarnason.

12. Tvöföldun metanframleiðslu með hjálp rafpúlsa - 2,909 m.kr. Nýsköpunarmiðstöð Íslands - Magnús Guðmundsson.

13. Greiningartól til að auðvelda innleiðingu rafbíla –1,2 m.kr Ramp ehf. – Gunnar Pétur Hauksson.

14. Orkuávöxtun fjárfestinga í vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum – 500 þ.kr. Reynir Smári Atlason.

15. Sjálfbær jarðhitakerfi – 1,0 m.kr. Silja Rán Sigurðardóttir.

16. Arðsemi- og hagkvæmnismat lífdísilframleiðslu – 1,050 m.kr. Sævar Birgisson.

17. Uggadrif fyrir báta og skip – 660 þ. kr. Sæþór Ásgeirsson.