Aðstæður þann 6. október voru með þeim hætti að enginn tími var til að fylgja verklagsreglum formlega eftir. Öll meðferð málsins og ákvarðanataka var hjá æðstu stjórn bankans. Öll áhersla var lögð á að tryggja réttarstöðu Seðlabankans með því að veðsetning tækist.

Þetta segir í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Helga Hjörvar alþingismanns, og Fréttablaðið greinir frá í dag. Helgi spurði um það þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 5,3 milljarða evra gegn veði í danska bankanum FIH.

Bankinn var seldur um haustið 2010. Hluti kaupverðs var greiddur við söluna en afgangurinn greiðist á fjórum árum. Sú upphæð tekur mið að virði eigna bankans.

Seðlabankinn segir í svarinu að talsverð óvissa ríki um endurheimtur á seljandaláni sem var veitt við sölu á hlutafé FIH. Það verði ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega geti legið fyrir hvert verðmæti þess láns verður. Miðað við núverandi stöðu séu líkur á að hluti þess tapist.