Samninganefndir atvinnuflugmanna og viðsemjenda þeirra hjá Icelandair og Atlanta funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær.

Örnólfur Jónsson, sem fer fyrir samninganefnd flugmanna hjá Icelandair, sagði að fundurinn hefði verið stuttur og niðurstaðan engin. Hann sagði stefnt að stuttum samningi en menn væru ekki sammála um innihaldið.

Félagar í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) samþykktu um miðjan apríl að hefja undirbúning að boðun verkfalls en Örnólfur vildi lítið tjá sig um það hvort sá undirbúningur væri hafinn.

Hann benti á að næsti samningafundur hjá sáttasemjara væri 15. maí.