Dregið hefur úr sölu á sumarhúsum undanfarið. Verð hefur haldist hátt og erfitt reynist að fá lán. Viðskipti fara nú aðallega fram í formi eignaskipta.

Sala á sumarhúsum og lóðum hefur dregist saman undanfarið og hefur sumarhúsamarkaðurinn legið niðri eins og segja má um fasteignamarkaðinn almennt.

Mikið var selt af sumarhúsum í fyrra og verð hefur haldist hátt. Heilsárshúsum og húsum í dýrari kantinum hefur fjölgað verulega á síðustu árum

Í frétt Viðskiptablaðsins í dag kemur fram að dregið hafi úr sölu á sumarhúsum og lóðum undanfarið. Búast megi við verðlækkunum á sumarhúsum á næstunni en verð á jörðum og lóðum haldist nokkuð stöðugt.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .