Á milli 60 til 70 fasteignir eru á söluskrá í Þorlákshöfn og er það í meira lagi. Lítið hreyfing er á eignum í bænum. Svipuðu máli gegnir um eignir á Selfossi og í Hveragerði.

Guðbjörg Heimisdóttir, fasteignasali hjá Fasteignasölu Suðurlands, á Selfossi sagði í samtali við Sunnlenska, fréttavef Sunnlendinga, á dögunum ekkert leyndarmál að fasteignamarkaðurinn sé að hluta til frosinn. Á sama tíma og margir vilji minnka við sig vanti þá á hinni hliðinni, þ.e. þá sem vilji stækka við sig.

Guðbjörg segir sömuleiðis að bankarniir geti ekki afgreitt umsóknir sem skyldi auk þess sem mál hafi verið í ákveðinni biðstöðu hjá Íbúðalánasjóði. Hún vonist til að þar greiðist fljótlega úr.

© MATS LUND (© MATS WIBE LUND)

Horft yfir Þorlákshöfn.