Starfsemi íslenska vogunarsjóðsins Boreas Capital var með minna móti á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins.

Þrír starfsmenn voru hjá félaginu í hlutastörfum og námu heildarlaunagreiðslur 6 milljónum króna. Tap af rekstri félagsins, sem stýrir einum fjárfestingarsjóði, var um tvær milljónir króna. Ekki kemur fram hver stærð sjóðsins er. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins hefur hann minnkað verulega á undanförnum árum.

Til samanburðar var hagnaður Boreas á árinu 2008 ríflega 100 milljónir. Að meðaltali störfuðu þá 4,5 hjá félaginu og fengu þeir nærri 70 milljónir í laun. Það ár voru 96 milljónir greiddar í arð til hluthafa sem eru Ragnar Þórisson, Tómas Áki Gestsson, Frank Pitt og Gunnar Fjalar Helgason.