Hlutabréf héldu áfram að lækka í Asíu í dag og bandaríkjadalur hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í 12 ár. Slík þróun gefur haf t mikil áhrif í Asíu.

Til dæmis lækkaði Toyota bílaframeiðandinn um 3,1% í dag en félagið fær um þriðjung tekna sinna frá N-Ameríku þar sem einhverjir kunna hugsanlega að draga saman seglin að mati Bloomberg fréttaveiturnar. Honda, sem fær um helming tekna sinna frá N-Ameríku lækkaði um 4,4%.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 0,7% í dag og hefur lækkað um 2,5% í þessari viku og um 14% það senm af er ári.

Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 1,5% á meðan ASX 200 vísitalan í Ástralíu hækkaði óvænt um 1,4%