Alþingi samþykkti fyrir stundu lög sem árétta að starfsmenn SPRON fái greidd laun í uppsagnarfresti. Lagafrumvarpið rann greiðlega í gegnum þingið og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Tildrög frumvarpsins eru þau að slitatstjórn SPRON tilkynnti starfsmönnum 30. júní sl. að þeir fengju ekki greidd laun í uppsagnarfresti þar sem slitastjórnin taldi sig ekki hafa lagaheimild til þess að greiða þau.

Slitastjórnin var þó ein um þessa skoðun því viðskiptaráðuneytið og réttarfarsnefnd töldu að heimildir skorti ekki. Slitastjórnin féllst ekki á þá niðurstöðu.

Því ákvað viðskiptanefnd Alþingis að leggja fram frumvarp um heimild til að greiða laun til ríflega 100 starfsmanna SPRON. Frumvarpið var samþykkt með 47 samhljóða atkvæðum.

Lagafrumvarpið má finna hér.