Rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar rann­sak­ar nú hvort kyn­ferðis­brot hafi verið framið í Seðlabanka Íslands.

Friðrik Smári Björg­vins­son, yf­ir­maður rann­sókn­ar­deild­arinnar, hefur staðfest þetta í samtali við mbl.is . Hann vill að öðru leyti ekki gefa upplýsingar um rannsóknina. DV fjallaði fyrst um málið fyrir helgi.

Samkvæmt fréttinni snýst þetta um myndatökur inn á salerni bankans. Myndasmiðurinn á að auki að hafa sýnt myndirnar í starfsmannateiti í bankanum fyrir nokkru síðan.

Að sögn mbl.is er maður­inn er hætt­ur störf­um hjá bank­an­um.