Lýður Guðmundsson gerir „alvarlegar athugasemdir við rannsóknaraðferðir lögreglu“ í máli gegn honum og Bjarnfreði H. Ólafssyni lögmanni. Í greinargerð Lýðs eru rannsóknaraðferðir lögreglunnar sagðar í ósamræmi við grundvallarreglur sakamálalaga og að lögregla hafi brotið gegn hlutlægnis- og meðalhófsreglum.

Lýður er ákærður fyrir stórfellt brot gegn hlutafélagalögum. Honum er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið gegn ákvæðum um greiðslu hlutafjár með því að greiða minna en nafnverð fyrir nýtt hlutafé í Existu í desem ber 2008.

Lýður segir lögreglu hafa reynt að villa um fyrir vitnum málsins við rannsóknina, og gagnrýnir það harðlega. Lögregla hafi lagt hald á skjöl sem staðfestu vaxtagreiðslu Existu af sambankaláni sem var á gjalddaga 5. desember 2008. Þrátt fyrir það segir Lýður að fyrr verandi stjórnarmönnum hafi verið sagt við yfirheyrslur að engin slík skjöl hafi fundist í húsleitum. Þá segir í greinargerðinni að gripið hafi verið til tilefnislausra þvingunarráðstafana gegn honum. Tilefnislaus húsleit hafi verið gerð á heimilum hans bæði á Íslandi og í Bretlandi, en engin gögn sem voru haldlögð þar voru lögð fram fyrir dómi.