Nokkur af stærstu lyfjafyrirtækju heims hafa ákveðið að lækka verð á bóluefnum sem seld eru til þróunarríkja. BBC greinir frá því að Glaxo SmithKline, Merck, Johnson & Johnson og Sanofi-Aventis hafi ákveðið að lækka verð á mikilvægum bóluefnum í gegnum alþjóðlega bólusetningarsamstarfið Gavi. Lyfjafyrirtæki heimsins hafa lengi legið undir ámæli fyrir að verðsetja bóluefni sín svo hátt að íbúar þróurnarríkja eigi ekki fyrir bólusetningum.

Að sögn BBC hefur Glaxo SmithKline tilkynnt að verð á bóluefni gegn rótavírus verði lækkað um 67% í 2,5 dollara/skammt en árlega deyja meira en hálf milljón barna vegna niðurgangs af völdum rótavíruss.