Birna Ósk Einarsdóttir hefur starfað hjá Símanum frá því í lok árs 2001. Hún hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum innan fyrirtækisins. Það nýjasta er að stýra sölu- og þjónustusviði Símans sem tæplega helmingur starfsmanna fyrirtækisins heyrir undir.

Spennandi tímar eru fram undan hjá Símanum, en fyrirtækið stefnir á aðalmarkað Kauphallarinnar í haust. Hvaða áskoranir sérðu í því að Síminn sé á leiðinni á markað?

Að missa ekki augun af boltanum. Þetta snýst alltaf um að viðskiptavinurinn sé ánægður það má ekki breytast hér. Við verðum að gera allt sem er ætlast til af okkur, standa okkur gagnvart hluthöfum og öllu sem fylgir því að vera skráð á markað, en markmiðið verður alltaf að þjóna viðskiptavininum. Hér innanhúss má ekki allt fara á hlið­ ina vegna skráningarinnar. Við verðum auðvitað að vanda til verka og markmið­ ið er alltaf það sama: að veita eins góða þjónustu og mögulegt er,“ segir Birna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .