Maðurinn sem fann upp After Eight súkkulaðið lést í gær, 72 ára að aldri.

Maðurinn, sem heitir Brian Sollit, vann í 53 ár hjá sælgætisframleiðslunni Rowntree's. Hann byrjaði þar þegar hann var fimmtán ára gamall. Í starfi sínu sem konfektmeistari tók Sollit einnig þátt í að þróa vinsæl súkkulaði eins og Yorkies, Drifters og Lion Bar.

After Eight náði fljótt vinsældum og seldist fyrir marga milljarða. Í dag er súkkulaðið flutt til 50 ríkja í heiminum, en súkkulaðið er framleitt í Halifax í Vestur Yorkskíri í Bretlandi.