Magnús Bjarni Baldursson hefur verið ráðinn verkefnastjóri nýrrar Markaðsstofu Hafnarfjarðar til sex mánaða. Magnús Bjarni var ráðinn úr hópi um fimmtíu umsækjenda. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Þar segir að Magnús Bjarni hafi reynslu af reynslu af markaðsmálum, uppbyggingu vörumerkja, auglýsingamiðlun og stjórnunarstörfum. Að auki hafi hann starfað við háskólakennslu, setið í stjórnum fyrirtækja og hafi verið formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa um tíma.

Magnús Bjarni hefur BS gráðu í raunvísindum frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagrænni aðferðafræði frá York University í Toronto, Kanada. Unnið er að formlegri stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem áætlað er að taki til starfa á haustmánuðum.