Markaðir í Evrópu hafa hækkað við upphaf viðskipta þrátt fyrir áframhaldandi lágt olíuverð og lækkanir í Kína.

Stoxx 600 hækkaði um 1,3%. FTSE í London hækkaði um 1,32%, DAX í Þýskalandi hækkaði um 1,64% og CAC 40 í Frakklandi hækkaði um 1,96%.

Eins og greint var frá í morgun þá lækkuðu markaðir í Kína en aðrir markaðir í Asíu hækkuðu lítillega. Olíuverð hækkaði einnig í viðskiptum dagsins í Kína, en það er í fyrsta sinn í átta daga sem olíuverð hækkar. Í viðskiptum gærdagsins fór olíuverð hinsvegar tímabundið undir 30 dali.

Um þetta leyti fara fyrirtæki í Evrópu að birta árshlutareikninga, en þau fyrirtæki sem hafa þegar birt lofa góðu. Tekjur franska fyrirtækisins Sodexo hækkuðu um 4,7% og hlutabréf í hollenska tryggingarfyrirtækisins Aegon hækkuðu um 8% eftir jákvætt uppgjör.