Hlutabréfamarkaðir í Evrópu féllu við opnun markaða í dag. Lækkunin kemur í kjölfar þess að nýjar tölur voru birtar um útflutning í Kína. Útflutningur drógst saman um 25,4% milli mánaða, en slík lækkun hefur ekki átt sér stað í rúmlega fimm ár. Útflutningur drógst saman um 11,2% í janúar.

Þegar þetta er skrifað hefur FTSE í London lækkað um 0,92%, DAX hefur lækkað um 1,38%, CAC 40 hefur lækkað um 1,4% og samevrópska Stoxx 600 vísitalan hefur lækkað um 1,08%.

Námufyrirtæki hafa farið illa út úr lækkunum dagsins, BHP Billiton hefur lækkað um tæplega 6%, Rio Tinto og Glencore hafa bæði lækkað um 4%.