Viðskiptablaðið fjallar reglulega um fólk sem er að taka við áhugaverðum störfum í viðskiptalífinu.

Nú þegar árinu er að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fólkfréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2020. Hér að neðan eru fimm Fólkfréttir sem voru í hópi þeirra vinsælustu á árinu sem er að líða.

Hér eru þær fréttir í flokknum Fólk sem voru í sæti 6 til 10 yfir mest lesnu fréttirnar á árinu:

Þann 1. júní voru þrír nýir eigendur teknir inní eigendahóp Deloitte, sem nú samanstendur af 37 eigendum á öllum fagsviðum.

Það vakti athygli þegar Wow air, sem enn hefur ekki tekið á loft á ný, greindi frá því að félagið hefði ráðið Giuseppe Cataldo yfir starfsemi félagsins á Ítalíu. Björg Ásgeirsdóttir var sögð stýra samfélagsmiðlum Wow air.

Viðskiptastjóri Brandenburg, Sigríður Theódóra Pétursdóttir hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri.

Landsvirkjun hefur ráðið þær Ragnhildi Sverrisdóttur, Steinunni Jónasdóttur og Birnu Björnsdóttur.

Nýr svæðissölustjóri fyrir Rússland og Asíu, Viktoría Alfreðsdóttir talar úkraínsku og ensku reiprennandi.