Almenn lækkun var á mörkuðum í Evrópu í dag eftir fimm daga hækkun. Lækkunin er rakin til minnkandi tiltrúar þýskra fjárfesta á markaðinum í heimalandinu.

Siemens, Electorlux og UBS lækkuðu öll í verði en Rio Tinto leiddi lækkum námufyrirtækja í kjölfar lækkunar á verði kopars.

FTSE vístalan í London lækkaði um 0,4% og DAX í Þýskalandi um 0,3%, CAC 40 í Frakklandi lækkaði um 0,45 en IBEX 35 á Spáni hækkaði 0,4%.